- Auglýsing -
Lögregla handtók í gærkvöldi mann í miðbæ Reykjavíkur en sá hafði gert tilraun til þess að stinga annan mann með skrúfjárni. Maðurinn var vistaður bak við lás og slá en dvelur hann ólöglega á Íslandi.
Eigandi skemmtistaðar var kærður fyrir að fara ekki eftir sóttvarnalögum. Staðnum hafði ekki verið lokað á tilsettum tíma en ekki kemur fram hvaða skemmtistað um var að ræða.
Þá sinnti lögregla útköllum vegna hópslagsmála og fyllerísláta. Höfð voru afskipti af níu ökumönnum vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna.