Stormurinn sem geysað hefur í nótt hefur nú náð hámarki á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum komin yfir hápunkt á þessum hluta. Svo er seinni hlutinn síðdegis í dag; suðausturáttin,“ sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur í samtali við Morgunblaðið.
Nokkuð var um þrumur og eldingar í nótt og vöknuðu margir við drunurnar.
Þá hefur lægðin færst og er farið að hvessa all verulega á Vestfjörðum. Búist er við að stormurinn nái hámarki á Norður- og Austurlandi milli 10 og 11 í dag en verða viðvaranir í gildi á Austfjörðum til klukkan hálf tvö í dag.
Tekur að hvessa í höfuðborginni aftur síðdegis í dag en búist er við dimmum éljum.