Verslunin Primark er sökuð um að sýna kynjamismunun með barnafatalínum sínum og hefur fengið harða gangrýni á Twitter.
Primark er alþjóðleg keðja sem selur meðal annars fatnað og nýtur mikilla vinsælda. Á myndum má sjá fatnað ætlaðan stelpum með texta á borð við „Vertu góð“ og „Kærleikur vinnur alltaf“. Á fötunum sem ætluð eru strákum eru skilaboðin í aðra átt en þar má finna „Fæddur til að vinna“ og „Ég er framtíðin“.
Mörg dæmi er að finna á Twitter og eru þau öll svipuð, stelpum er kennt að haga sér og vera góðar, strákar eru hvattir til að sigra og leika sér.
Primark hefur áður vakið athygli fyrir svipaða kynjamismunun en vandamálið er þekkt á mörgum stöðum.