Leikararnir í áströlsku sápuóperuþáttunum Nágrönnum voru myndaðir af papparössum á dögunum þar sem þeir sjást yfirgefa neyðarfund sem haldinn var í Melbourne.
Voru sum þeirra útgrátin enda er framtíð þáttanna í mikilli óvissu eftir að breska sjónvarpsstöðin Channel 5 hyggist ekki endurnýja áratuga gamlan samning við ástralska framleiðandann Fremantle Media. Fréttablaðið fjallaði um þetta í dag og hafði þetta eftir Daily Mail.
Þættirnir hafa verið í gangi síðustu 37 árin og hafa margir ástralskir stórleikarar stigið eins af sínum fyrstu skrefum á ferli sínum í Ramsey stræti. Mætti nefna Kylie Minogue, Guy Pearce, Russel Crowe, Jason Donovan og Margot Robbie, svo fá séu nefnd.
Hin ástralska sjónsvarpstöð, Channel 10 ætlar að gera allt sem hún getur til að bjarga þáttunum og finna alþjóðlega sjónvarpsstöð til að kaupa sýningarréttinn að þáttunum.
Þættirnir hafa notið mikillar hylli hér á landi og ansi margir sem muna eftir gamla góða Harold Bishop, (stundum) fólinu Paul Robinson, Toatie, Susan og Karl Kennedy og marga fleiri góðkunningja sjónvarpsskjásins.