Til stendur að búa til aðstöðu við Ölfusvatnsvík fyrir búnað sem notaður verður til þess að heimta farþegana og flugvélina sem fórst í Þingvallavatni á fimmtudag.
Erfiðar veður aðstæður hafa verið á svæðinu en lítur út fyrir að veðrið á fimmtudag og föstudag sé betra til þess að ráðast í aðgerðir.
Þá kemur fram í tilkynningu frá lögreglu að allur búnaður þurfi að vera kominn á staðinn og uppsetningu lokið fyrir fimmtudag.
Þurfi meðal annars að setja upp tvo pramma, vinnubúðir með starfsmannaaðstöðu, aðstöðu fyrir kafara, aðstöðu fyrir fjarskipti, ljósavél, matur og snyrting en auk þess þarf margskonar búnað sem notaður er við köfunina.
Kemur fram í tilkynningu lögreglunnar að daglegur stöðufundur verði haldinn og að lögregluvakt verði á vettvangi.
Vísir fjallaði um málið í morgun