Föstudagur 15. nóvember, 2024
0.3 C
Reykjavik

Egill Ólafsson með sína síðustu plötu: „Það liggur bara vel á mér, ég er bara ánægður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stórsöngvarinn og leikarinn Egill Ólafsson á afmæli í dag. Eru nú liðin 69 ár frá fæðingu hans.

Ferill Egils er glæsilegur, hvort sem litið er til tónlistarferilsins eða leiklistarferilsins. Fyrst kom hann fram á sjónarsviðið með Spilverki þjóðanna og Stuðmönnum og nokkru síðar í Þursaflokknum. Þá hefur hann leikið á sviði sem og í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Helstu þættir og kvikmyndir sem Egill hefur verið í eru Jón Oddur og Jón Bjarni, Með allt á hreinu, Hrafninn flýgur, Magnús, Beowulf & Grendel, Algjör Sveppi og leitin að Villa og Ófærð 3. Þá hefur hann einnig samið tónlist fyrir leikrit og kvikmyndir.

Mannlíf sló á þráðinn til Egils í morgun og spurði hann hvað hann ætlaði að gera í tilefni dagsins.

„Ég ætla að fagna deginum með því að bjóða systkinum mínum og aldraðri móður minni í kvöldverð.“

En hvernig liggur á Agli?

„Það liggur bara vel á mér, ég er bara ánægður. Ég er að fara að taka upp síðustu plötuna mína held ég. Við byrjum á laugardaginn, með tveimur Kúbverjum, einum Svía og tveimur Íslendingum.“
Aðspurður hvort þetti verði hans allra síðasta plata svarar Egill; „Já, ég hef ekki trú á öðru.“

- Auglýsing -

Mannlíf óskar þessum mikla snillingi til hamingju með afmælið!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -