Laugardagur 16. nóvember, 2024
0.6 C
Reykjavik

Gunnar fékk 16 ára fangelsisdóm „Ég hef víst myrt mann í nótt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jóhann Gíslason, flugrekstrarstjóri Flugfélags Íslands fannst látinn á heimili sínu þann 9. maí 1968. Jóhann var 43 ára, kvæntur og fjögurra barna faðir en hann var skotinn fjórum sinnum. Kona hans og þrjú börn þeirra urðu vitni að árásinni og gátu gefið lögreglu upplýsingar um árásarmanninn, reyndist það vera Gunnar Viggó Frederiksen, fyrrum starfsmaður Jóhanns.

„Málsatvik eru þau, að klukkan 04:35 í fyrrinótt var hringt til lögreglunnar og sagt, að vopnaður maður væri að brjótast inn í hús númer 25 við Tómasarhaga. Lögreglumenn fóru þegar á staðinn, en er þeir komu þangað, lá Jóhann Gíslason í blóði sínu í íbúð sinni á efri hæð hússins. Hafði hann hlotið fjögur skotsár, tvö í andlit, eitt framanvert á hægri öxl og eitt við vinstra. herðablað. Var Jóhann með lifsmarki og var hann strax fluttur í Slysavarðstofuna, en lézt í sömu svifum og þangað var komið.“ Sagði í Morgunblaðinu eftir morðið.

Gunnar braut inn á heimili fjöskyldunnar vopnaður skammbyssu en þá brutust út mikil átök á milli þeirra Jóhanns. Gunnar skaut þá Jóhann fjórum sinnum, flúði af vettvangi og kastaði byssunni frá sér fyrir utan heimili fórnalambsins.

Aldrei lék neinn vafi um hver árásarmaðurinn var en ásamt vitnum fannst hattur merktur Gunnari á vettvangi. Leit af honum hafðist samstundis en stuttu seinna hafði næturvörður á flugstöðinni samband við lögreglu og tilkynnti þeim að Gunnar væri þar og  hafi tjáð verðinum að hann hafi orðið manni að bana. Þegar lögregla kom á staðinn reyndi Gunnar að flýja en þegar honum var ljóst að það tækist ekki þá stakk hann sig í brjóstið með litlum vasahníf en hlaut einungis minniháttar áverka við það.

Gunnar sagði lögreglu að hann hafi hatað Jóhann vegna þess að hann kom honum úr flugstjórastöðu hjá Flugfélagi Íslands.

„Kvaðst Gunnar hafa setið að drykkju með kunningjum sínum fyrr um nóttina og þeir ekið sér heim. Þar kvaðst hann hafa tekið fram skammbyssuna og síðan ekið í eigin bíl til heimilis Jóhanns, brotið rúðuna í hurðinni með skammbyssuskeftinu og komist þannig inn í íbúðina. Skammbyssuna kvaðst Gunnar hafa fengið hjá manni í Reykjavík fyrir réttu ári. Var Gunnar fluttur í Hegningarhúsið við Skólavörðustíg.“

- Auglýsing -

Jóhann var virtur og vinsæll í starfi, missirinn var mikill fyrir vini hans, samstarfsfélaga og fjölskyldu. Gunnari var sagt upp hjá Flugfélagi Íslands fyrir að mæta drukkinn í flug og neitað að yfirgefa vélina. Hann fékk 16 ára dóm fyrir morðið á Jóhanni, hann lét lífið árið 2013, þá 91 árs að aldri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -