Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra menntamála og viðskipta, hefur látið til sín taka hressilega undanfarið. Fyrst gaf hún út að það ofvaxna fyrirbrigði, Ríkisútvarpið, yrði tekið af auglýsingamarkaði. Þetta varð mörgum þeim til gleði sem vilja heilbrigðara fjölmiðlaumhverfi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók svo undir með Katrínu og VG fylgir því í þeim slag að hreinsa til á fjölmiðlamarkaði. Næst sýndi Lilja tennurnar þegar Seðlabankinn hækkaði stýrivexti og ógnaði þar með efnahag þúsund fjölskyldna sem sjá fram á að geta líklega ekki greitt af lánum sínum þegar bankarnir hækka vextina. Lilja gerði sér lítið fyrir og hótaði bönkunum, sem hafa skilað ofurhagnaði, að leggja á bankaskatt ef þeir tækju til við að blóðmjólka viðskiptavini sína. Lilja er sem sagt komin á fljúgandi ferð og gróðapungarnir í bönkunum eru dauðhræddir …