Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Fanney Hrund vildi ekki verða þriðja kynslóð skúffuskálda: „Skrifa þú og gerðu eitthvað við það”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Blekbóndinn og lögfræðingurinn Fanney Hrund Hilmarsdóttir sem býr að Fjarkastokki í Rangárþingi Ytra er spjallvinur Guðna Ágústssonar að þessu sinni í Landbúnaðarráðherra Mannlífs. Fanney hefur nýverið gefið út bókina Fríríkið sem er fyrsta bókin í fjögurra bóka seríu.

„Það sem gerist eiginlega þarna á fjórða ári í lögfræðinni er að ég kynnist í réttarheimspeki kenningu réttarheimspekingsins John Rawls um fávísisfeldinn,“ segir Fanney Hrund.

Hún varð eiginlega hugfangin af þeirri kenningu, eða fyrirbæri, sem felur í sér í stuttu máli að þeir sem leggjast undir fávísisfeldinn tapa sjálfsvitundinni.

„Þeir vita ekki undir honum af hvaða kyni þeir eru, aldri, stöðu, stétt, o.s.frv. og í því ástandi er þeim gert að skrifa grunnlög samfélagsins og það hefur tvennt í för með sér; annarsvegar það að þeir geta ekki tekið sjálfsmiðaða ákvörðun í lagasetningunni; ekki látið eigin hag ráða för. Hinsvegar það að þeir verða að ígrunda sérstaklega stöðu allra samfélagsþegna því þeir vita sjálfir ekki hverjir þeir eru þegar feldurinn kemur af. Og Rawls fékk ákveðna gagnrýni á þessa kenningu á sínum tíma vegna þess að hún er auðvitað óraunhæf, hann er töfrafyrirbæri þessi feldur en mér fannst svolítið ódýrt að afgreiða hana með þeim hætti. Ég fór að hugsa um leiðir til þess að koma þessu einhvernveginn nær fólki mögulega, þessum boðskap og þá kannski einna helst þessum yngri kynslóðum og úr varð hugmynd að veröld; ævintýraveröldinni Dreym.“

Þegar eiginmanni Fanneyjar bauðst að fara til náms erlendis ákváðu þau að víkka sjóndeildarhringinn með því að ferðast um Afríku og Asíu, þar sem þau lentu í ýmsum ævintýrum, áður en þau hófu árs langa dvöl sína í Ástralíu. Ferðalagið og dvölin gerði það svo að verkum að þessi heimur sem Fanney skrifar um stækkaði ört og hún upplifði að sjálf kæmi hún að nokkru leyti undan fávísisfeldi.

„ekki gera sömu mistök og ég gerði“

„Mörgum árum síðar þá hafði þessi heimur stækkað svo mikið innra með mér að mér fannst ég eiginlega verða að gefa þessu tækifæri og þar spilaði líka inni í að bæði mamma mín og amma mín höfðu sagt við mig að ég mætti „ekki gera sömu mistök og ég gerði“, skrifað þú og gerðu eitthvað við það!” Þær eru báðar svokölluð skúffuskáld. Ég vildi ekki vera þriðja kynslóð kvenna í þeirri stöðu.

- Auglýsing -

Ég fór að byggja upp þennan heim, undirbúa það og eyddi þessu ári í það sem að ég gerði mér fljótt grein fyrir því að kallaði á fjórar bækur. Fyrsta bókin er Fríríkið sem kom út núna í haust og er svona fyrir börn á öllum aldri. Ég held að það sé mjög mikilvægt að reyna að vera bernskur sem lengst.

Ég ákvað það að þessi heimur væri orðinn það umfangsmikill og það stór að ég treysti mér ekki til að gera eins og Stephen King sem bara svona veður af stað og sér hvert penninn dregur hann, ég þorði því ekki. Þú ert að skapa heilan heim, fantasíuveröld.“

Viðtal Guðna Ágústssonar við Fanney er í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -