Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Kona heyrði skothríðina fyrir utan gluggann hjá sér: „Ok, þetta var ekki flugeldur!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kona sem í Bergstaðastræti í miðbæ Reykjavíkur heyrði í skotárásinni sem sagt var frá í fréttum í morgun, út um gluggann heima hjá sér. Taldi hún í fyrstu að ráðist hefði verið á konu.

Kona sem Mannlíf hafði samband við kveðst hafa rokið út í glugga heima hjá sér við Bergstaðastræti rétt fyrir klukkan eitt í nótt vegna hávaða. „Ég heyrði svona dududududu hljóð og hugsaði með mér, „ok, þetta var ekki flugeldur!“.“ Konan kíkti út í glugga og heyrði þá öskur, „og ég hélt að kannski væri verið að ráðast á eina stelpu,“ sagði konan en um þetta leyti var margt fólk á leið heim af barbrölti þannig að konan var ekki alveg viss.

Kveðst konan svo hafa sé karlmann sem var að ganga framhjá húsinu sínu, horfa í sömu átt og skothljóðin komu frá þannig að hún vissi að fleiri hefðu heyrt þetta. „Síðan dreg ég bara fyrir gluggann en sé svo að það er allt blikkandi blátt hér fyrir utan, sé tvo sjúkrabíla og menn hlaupa á milli þeirra og kalla „já drífum okkur, go, go, go“ og bruna svo í burtu. Og svo stuttu seinna kom stóri fíknóbíllinn og stoppaði fyrir utan hjá mér og svona hálflokaði götunni í smá stund.“

Aðspurð hvernig hún hafi vitað að þetta hefði ekki verið flugeldar sem hún heyrði í sagði konan að þetta hafi hljómað mjög svipað og flugeldar en að hljóðið hafi verið dýpra, að það væri hálf erfitt að útskýra það en að það hafi verið dýpra og því hafi hún verið viss um að þetta hafi verið skothljóð.

Einn maður slasaðist í skotárásinni og var hann fluttur á slysadeild. Hann er ekki í lífshættu. Þrír karlmenn sem allir eru liðlega tvítugir og með íslenskan ríkisborgararétt, voru handteknir við rannsókn málsins og hald lagt á skotvopn. Ekki er vita um tengsl mannanna og fórnarlambsins að svo stöddu.

Sjá einnig: Skotárás í miðbæ í nótt: „Hringdi í 112 og staðurinn leit út eins og góður CSI þáttur í smá stund“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -