- Auglýsing -
Grunnhráefni í majónesi er eggjarauður, olía, sítróna og sinnep.
Nauðsynlegt er að allt þetta hráefni sé við stofuhita enda eru þá litlar líkur á því að blandan skilji sig en majónesgerð krefst nákvæmni og því gerist það stundum.
Ef blandan skilur sig er hægt að þeyta saman við 1 msk. af köldu vatni þar til blandan verður eðlileg aftur.
Dugi þetta ekki er hægt að láta eina eggjarauðu í hreina skál og þeyta vel. Bætið svo blöndunni sem hefur skilið sig saman við en bara dropa og dropa í einu í fyrstu og síðan restinni, þá ætti blandan að jafna sig.