Það er dimmt yfir Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík þessa dagana. Skoðanakönnun Maskínu sýnir að flokkurinn má búast við fylgishruni undir stjórn Hildar Björnsdóttur, sem gefur kost á sér í skarð Eyþórs Arnalds, fráfarandi leiðtoga. Könnunin sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn tapar tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði nú og fengi aðeins 21 prósent atkvæða í stað 31 prósent sem mældist í desember. Á sama tíma bætti Samfylkingin undir stjórn Dags B. Eggertssonar. Þessi niðurstaða yrði fullkomin niðurlæging fyrir flokk sem hafði á sínum tíma hreinan meirihluta. Örvæntingin fer vaxandi vegna frammistöðuvanda Hildar. Nafn Guðlaugs Þórs Þórðarssonar heyrist ítrekað nefnt í umræðunni sem eina vonin í slagnum gegn Degi. Hugmyndir um leiðtogann Guðlaug fara væntanlega illa í Bjarna Benediktsson formann sem vill sem minnst vita af honum í nútíð og framtíð. Ólíklegt er talið að Guðlaugur standi upp úr dúnmjúkum ráðherrastólnum til þess að fara inn í vígvöllinn …