- Auglýsing -
Sex unglingar voru handteknir í Bretlandi, grunaðir um að hafa ráðist á heimilislausan mann. Myndband af árásinni var dreift um samfélagsmiðla og sögð hrottaleg. Þar liggur heimilislaus maður á dýnu og hópur unglinga ræðst að honum.
„Sex unglingar eru nú í haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við árásina, rannsókn málsins heldur áfram. Við byðjum almenning um að dreyfa ekki myndböndum af árásinni,“ kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
Maðurinn er úr lífshættu og á batavegi en hann slasaðist mikið við árásina.