Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Tveir blaðamenn með stöðu grunaðs manns vegna umfjöllunar þeirra um„skæru­liða­deild­“ Sam­herja

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur tvo blaðamenn í stöðu grunaðs manns vegna umfjöllunar þeirra um svo­kall­aða „skæru­liða­deild­“ Sam­herja. Annar þessara blaðamanna er Aðalsteinn Kjartansson sem starfar hjá Stundinni, en miðillinn greinir sjálfur frá þessu.

Mannlíf hafði samband við Aðalstein sem sagði: „það komi á óvart hvað lögreglan virðist vera lítið að sér í fjölmiðlalögum, en segir að öðru leyti hafa engar auka upplýsingar um þau gögn sem fjallað var um.“ Hann segir ennfremur að: „ef þetta væri ekki skrítin og alvarleg aðferð, þá væri þetta hlægilegt.“

Samkvæmt heimildum Mannlífs hyggst lögreglan senda rannsóknarlögreglumann suður til að yfirheyra mennina vegna málsins og að yfirheyrslur yfir Aðalsteini séu áformaðar á mánudag.

Fram kemur að lögreglan á Norðurlandi eystra telji umfjöllun miðilsins um umrædda „skæruliðadeild“ vera hegningarlagabrot og eru blaðamennirnir grunaðir um að hafa brotið gegn lögum um friðhelgi einkalífsins.

„Skæruliðadeildin“ sem um ræðir var skipuð þeim Þorbirni Þórðarsyni, Örnu Bryndísi Baldvins McClure lögmanni og Páli Steingrímssyni skipstjóra. Í fyrra greindu fjölmiðlar frá þessum hópi og hvernig hann lagði á ráðin um umfjöllun um Samherja í fjölmiðlum.

 

- Auglýsing -

Sjá einnig: Blaðamannafélag Íslands: „Óverjandi að lögreglan kalli blaðamenn til yfirheyrslu“

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -