Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Ofbeldismaðurinn og þerapistinn höfðu samband við Eddu Falak fyrir viðtalið-Bryndís segir sína sögu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leik- og söngkonan Bryndís Ásmundsdóttir sagði frá sögu sinni í viðtali við Eddu Falak í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur en Bryndís var í ofbeldissambandi og leitaði í kjölfarið aðstoðar þerapista sem braut ítrekað trúnað og siðareglur. Þerapistinn og ofbeldismaðurinn eru sögð hafa „varað“ Eddu við Bryndísi fyrir viðtalið.

Bryndís steig fyrst fram með söguna af þriggja ára sambandi hennar við ofbeldismann í viðtali við Bleikt árið 2016. „Þarna er ég búin að átta mig á þeirri staðreynd að ég bjó við mjög alvarlegt ofbeldi“ Hún segir viðtalið hafa vakið gríðarlega athygli og að margar konur hafi leitað til sín með stuðning og fengið hjá henni ráð. „Það gaf mér svo mikið að geta verið til staðar“

Bryndís segir sambandið hafa byrjað vel, hún hafi verið á bleiku skýi, í tvo mánuði var þetta stórkostlegt.

„Ég labbaði sjálf inn í ginið á ljóni, fyrir mér eru ljón falleg og heillandi en stórhættuleg“

Sumir furðuðu sig á ákvörðun Bryndísar að vera með þessum manni, hann sé þekktur ofbeldismaður en hún segir það hafa vökvað skömmina sem hún var nú þegar að eiga við.

Hann beitti hana andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. „Maður er fljótur að hugsa, ég átti þetta skilið“ Einnig skammtaði hann Bryndísi peninga vikulega, hún var búin að missa allt fjárhagslegt sjálfstæði. Fyrrverandi maður Bryndísar trylltist við ýmis tilefni, hann setti á hana þau skilyrði að halda heimilinu hreinu, eiga alltaf tilbúinn kaldan bjór fyrir hann, heiti potturinn átti einnig að vera þrifinn og tilbúinn til notkunar þegar hann kom heim úr vinnu. Bryndís segir hann hafa tryllst við minnstu tilefni, til dæmis þegar hún borðaði hrökkbrauð því það heyrðist svo hátt í henni. Hún glýmdi við ýmsar ranghugmyndir eins og algengt er hjá fórnalömbum ofbeldis, að þetta væri henni að kenna og að hún þyrfti bara að standa sig betur.

„Ég ætla ekki að gefast upp, þetta mun verða betra. Ég þarf bara að standa mig betur“

Bryndís segir frá því þegar sambandinu lauk, þá hafi maðurinn tryllst yfir súpu sem hann krafðist en hún hafi keypt hana tilbúna í stað þess að gera hana frá grunni. „Það gerði lokaútslagið fyrir honum“

- Auglýsing -

Hann skyldi Bryndísi eftir með ekkert, hann var búin að hafa allt af henni nema 3000 krónur í veskinu, hún segir sig þó ekki hafa losnað við hann eftir að sambandinu lauk.

„Þá tekur við umsátur, hann fær mig á heilann, elti mig eða lét fylgjast með mér, ég þorði varla út úr húsi“

Við tekur erfiður tími, hún deyfði sig með áfengisdrykkju og lokaði sig af þar til hún fann kraftinn til að leita sér hjálpar, við tók áfallastreitumeðferð og viðtöl hjá Stigamótum og í Bjarkahlíð. Bryndís kærir ofbeldið og leitar sér svo hjálpar hjá sálfræðingi fyrir sig og börnin sín.

- Auglýsing -

„Staðreyndin er sú, og allir vita, að það er mjög erfitt að komast að hjá sálfræðing og sér í lagi barnasálfræðing. En ég leita þarna til þessara konu sem að var að starfa þá á stað sem heitir Lausnin í Kópavogi. Þarna er ég mjög örvæntingarfull, ég er að fá upplýsingar þess efnis að fólk hefur gríðarlegar áhyggjur af barninu mínu, verandi heima hjá föður sínum þar sem er ofbeldi á því heimili. Fólk hefur áhyggjur, heyrir lætin, það er bara gargandi ofbeldi í gangi,“ segir Bryndís. Konan var þó ekki sálfræðingur heldur titlaði sig sem „þerapista“

„Hann segir mér hvað hann gerir þegar pabbi verður brjálaður“

„Ég byrja á því að tala við barnið, svona aðeins að athuga. En áttum okkur á því líka að þarna er hann mjög hræddur að segja mér frá hvað gengur á inni á heimili hjá pabba sínum, því þar er hann þjálfaður í því að hann má ekki segja frá. En hann opnar sig og fer aðeins að tala um þetta og segir mér hvað hann gerir þegar pabbi verður brjálaður,“

„Þarna er ég að treysta þessari konu fyrir börnunum mínum. Ég hringi í þessa konu, eins og ég segi við vorum kunningjar, og ég spyr hana um að hjálpa mér og að ég hafi áhyggjur af barninu mínu og segi henni frá þessu og minni fyrri reynslu af þessum manni, og að ég sé ekki ein og þetta sé ekki eina barnið. Þannig það er líka áríðandi því þetta er mynstur. Hún bara alveg miður sín yfir þessu og að sjálfsögðu ætlaði hún að taka á móti drengnum. En ég spurði hana hvort hún væri búin að láta pabbann vita, þarna fannst henni það ekki áríðandi, en henni bar skylda til að gera það.“ Bryndís og maðurinn voru með sameiginlega forsjá.

Bryndís segir þerapistann hafa endað á því að láta barnsföður sinn vita, sagt svo Bryndísi allt sem þeirra fór á milli og þar með brotið trúnað og siðareglur.

„Ég áttaði mig ekki á því strax því ég var svo mikið að hugsa hvort hún gæti ekki hjálpað drengnum mínum.“

„Í þessu ferli er hún algjörlega sammála um að þetta sé áhyggjuefni, hún hefur áhyggjur af barninu. Hún var mjög dugleg að tala við mig á Messenger á Facebook, og hringja. Og ég gat hringt í hana hvenær sem var, sem er eftir að hyggja mjög ófaglegt líka. Svo sagði hún við mig á ákveðnum tímapunkti: „Ég var að spá í, á ég ekki að hringja í karlinn.“ Og ég segi við hana: „Jújú, ég meina þú getur reynt það, en ég ætla að vara þig við, þetta er maður sem hatar konur eins og maður segir, hann á eftir að ná þér, hann á eftir að ná að snúa þér við og sannfæra þig um annað.““

Þerapistinn hringir í hann og svo strax aftur í Bryndísi þar sem hún segir henni allt sem kom fram í samtalinu við barnsföður hennar, þar með braut hún trúnað aftur. Bryndís tilkynnti atvikið til Lausnarinnar og þerapistinn hættir störfum stuttu síðarþ

„Þarna eru þau augljóslega að vinna saman eitthvað.“

Edda Falak segir að fyrir viðtalið hafi umræddur þerapisti haft samband við sig.„Hún finnur sig knúna til að senda mér skilaboð, ég þekki hana ekki neitt, og segja mér trúnaðarupplýsingar um þig. Og þarna finnst mér þetta svo skýrt, þarna er hún í einhverri herferð, en hún finnur sig knúna til að segja mér hvað þú ert „algjörlega biluð“. Nafngreinir þig og segist vera með börnin þín í meðferð. Þetta er svo súrrealískt. Bara það eitt og sér, en þá fer maður [að hugsa], hún er ekki sálfræðimenntuð þannig það er ekki hægt að svipta hana einhverjum [réttindum], hún kallar sig einhvern þerapista. En þetta er ekki í lagi,“ segir Edda.

Einnig hafi barnsfaðirinn haft samband, þau hafi til skiptis sent ótal skilaboð á Eddu.

„Þarna eru þau augljóslega að vinna saman eitthvað.“ Segir Edda.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -