Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í vanda vegna Símamáls Samherja og aðförinni gegn fjölmiðlamönnunum fjórum sem settir hafa verið á sakamannabekk Páleyjar Bergþórsdóttur lögreglustjóra á Akureyri. Á meðan Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fer með himinskautum í yfirlýsingum gegn fréttamönnunum þagði Katrín lengst af. Katrín rauf svo þögnina loks í gær og sagði að sér hefði verið brugðið við tíðindin.
Helgi Seljan, rannsóknaritstjóri Stundarinnar, upplýsti í hlaðvarpinu Mannlífinu að forsætisráðherra hefði fengið Samherjamenn í heimsókn þrátt fyrir spillingarstimpilinn á fyrirtæki þeirra og rannsókn á meintum brotum svo sem mútum og svikum víða um heim. Aftur á móti hefði ráðherrann ekki lagt sig eftir því að fá uppljóstrarann Jóhannes Stefánsson í heimsókn til að hlýða á málflutning hans. Fæstir efast um heilindi Katrínar en augljóst þykir að félagsskapur hennar er slæmur. Fjölmargir eru á þeirri skoðun að stjórnarsamstarf VG með Sjálfstæðisflokki Bjarna sé ótækti og ýti undir spillingu og dekur við þá sem gera út rógbera samhliða hefðbundinni útgerð …