Það sem af er ári hefur Mýflug flogið um hundrað sjúkraflug. Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs sagði í viðtali við Morgunblaðið að flugfélagið hafi þurft að aflýsa átta sjúkraflugum vegna veðurs, nú síðast á mánudaginn.
Sjúkraflug síðustu ára hafa verið svipað mörg og í ár að sögn Leifs en man hann ekki eftir öðrum eins vetri.
„Þetta er erfiðasti vetur sem ég man eftir, alla vega frá áramótum. Mjög vindasamt og vont veður,“ sagði hann en grípa þurfti til annarra ráða á mánudag vegna flugs til Vestmannaeyja.
„Veðrið var gjörsamlega kolbrjálað og við komumst ekki. Gæslan fór í það flug.“
Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.