Seðlabankastjóri Íslands, Ásgeir Jónsson er kominn með Covid-19. Þetta tilkynnti hann í gær á Facebook síðu sinni.
Segir hann að Seðlabankinn hafi alla tíð síðan faraldurinn lét á sér kræla, verið aðeins harðari í sóttvarnarráðstöfunum en opinber fyrirmæli sögðu til um. Þrátt fyrir það sé hann nú kominn með veiruna. Hann ber sig þó vel og segist ekki mikið lasinn.
„Ég var farinn að telja sjálfum mér trú um það – að ég myndi sleppa við Covid. Almennt séð – hefur Seðlabankinn tekið þá afstöðu í faraldrinum að vera ætíð aðeins harðari í sóttvarnarráðstöfunum en opinber fyrirmæli segja til um. Og þannig höfum við blessunarlega sloppið við hópsýkingar fram til þessa.
Hér með fylgir mynd þar sem ég er bæði betra formi og í betra veðri en nú ríkir – við Vík í Mýrdal.“