Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.9 C
Reykjavik

Sjónvarpsstjarnan Gísli Marteinn: „Það er kosið um þetta í vor“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson, sem eitt sinn var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist handviss um að eitt af kosningamálum komandi sveitastjórnarkosninganna verði aukin áhersla á göngugötur í borginni. Enn á ný hjólar Gísli í mikla notkun einkabílsins hér á landi og það gerir hann í færslu á Twitter.
Birtir hann mynd af götu við Austurvöll þar sem fólk situr úti í blíðskapar veðri og skrifar:
„Þessi gata var einu sinni bílagata. Lélegir borgarfulltrúar mótmæltu því að banna þar bíla með nkl sömu rökum og núna eru notuð gegn Borgarlínu, göngugötu á Laugavegi, þéttingu byggðar eða hverju því öðru sem gott er og fallegt í þessari borg. Það er kosið um þetta í vor,“ segir Gísli Marteinn.

Gatan sem Gísli talar um var breytt í göngugötu árið 1991, þegar Sjálfstæðisflokkurinn var við völd í borginni.

Eins og frægt er orðið er Gísli Marteinn mikill talsmaður þess að draga úr notkun einkabílsins og í gær birti hann fleiri færslur um hversu heilbrigður lífstíll það er að ganga frekar en að keyra.

„Fór í klippingu, fornbókabúð og á bjórkrá i miðborg Reykjavíkur núna síðdegis. Sit núna á kránni. REM er í græjunum. Ég elska þessa borg. Ég veit að það er af því ég fæddist hér og allt það, en mér finnst Rvk vera dásamlega falleg og sjarmerandi, líka í skítaveðri,“ segir Gísli og bætir við:

„Flest keyra allt sem þau fara. Svo sorglegt hvað þau missa af miklu. Hljóðin, ilmurinn, fólk á förnum vegi, hús til að lesa, skrýtin húsasund og allskonar sem hefur í mörg hundruð ár örvað okkur og skemmt. Í staðinn situr það í Lay-Z-boy í málmhulstri til að komast milli staða.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -