Þriðjudagur 14. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Lilja segir óróleika á öllum mörkuðum: „Það er óvissa sem hef­ur skaðleg áhrif á okk­ur líka“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er óró­leiki á öll­um mörkuðum. Markaðir á heimsvísu hafa verið að lækka. Þannig það er óvissa sem hef­ur skaðleg áhrif á okk­ur líka,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í gær um óvissuna sem nú ríkir vegna innrás Rússa í Úkraínu.
Telur hún líklegt að olíuverð hækki og fari viðskiptakjör því versnandi en það gæti leitt til hækkunar á vísitölu neysluverðs.
Lilja sagði alla óvissu mjög slæma fyrir alþjóðahagskerfið og muni fólk eflaust spyrja sig hvað gerist næst og hvort Pútín muni láta reyna á NATO-ríkin.
„Eru það Eystra­salts­rík­in sem hann er að fal­ast eft­ir og að end­ur­heimta Sov­ét­rík­in eins og þau voru?“
Einhver jákvæð áhrif gætu mögulega orðið hér á landi en sagði Lilja ferðamenn mögulega vilja koma til friðsælla ríkja.
„Á móti kem­ur að af því að við erum friðsælt ríki get­um við al­veg eins átt von á því að ferðalang­ar sem ætluðu að heim­sækja Svarta­hafið, þeir munu ekki gera það, þeir munu frek­ar vilja koma hingað,“ sagði Lilja.
Morgunblaðið fjallaði um málið í morgun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -