Varnarmálaráðuneyti Úkraínu hefur fellt niður öll skilyrði sem þarf að uppfylla til þess að fá inngöngu í Úkraínska herinn.
Kemur fram í yfirlýsingu frá Júrí Galusjkín, yfirmanni herafla Úkraínu í morgun að landið þurfi á hverjum manni að halda og eina sem þurfi nú til þess að ganga í herinn sé vegabréf og kennitala.
Ekkert aldurstakmark sé um inngöngu og hafa allir karlmenn á aldrinum 18 til 60 ára verið kvaddir í herinn og um leið bannað að fara úr landi.
Íbúar Kænugarðs reyna nú að forða sér úr borginni en átök hafa færst lengra inn í borgina og loftvarnarflautur óma. Þá hefur birst myndband á samfélagsmiðlum sem vakið hefur mikla reiði en þar sést Rússneskur skriðdreki taka skyndilega beygju og aka yfir bíl sem ók í gagnstæða átt.
Eldri maður var undir stýri og er unnið að því að bjarga honum úr bílflakinu.