Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Halldór upplifði harmleik sem björgunarsveitarmaður: „Það er verið að leita að félaga þínum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Halldór Hreinsson, eða Dóri í Fjallakofanum eins og hann er oft kallaður, er nýjasti gestur Reynis Traustasonar í hlaðvarpsþættinum Mannlífið.

Flestir útivistarmenn þekkja Halldór, enda hefur hann reynst mörgum vel í þeim geira. Hann er sjálfur útivistarmaður og hefur oftar en einu sinni komist í hann krappan í ævintýrum sínum. Halldór fer yfir víðan völl í viðtalinu, sem má í heild sinni lesa hér.

Halldór Hreinsson. Mynd úr einkasafni.

Halldór hefur verið björgunarsveitarmaður í áratugi. Í því hafa verið skin og skúrir; stundum hefur hann þurft að takast á við mikla sorg. Eitt sinn var hann kallaður út upp í Esju þar sem hann kom að hræðilegum vettvangi.

Horfandi á síðustu daga, hvað það er mikilvægt að eiga og hafa svona apparat sem björgunar- og hjálparsveitir skáta eru. Ég var og er enn virkur meðlimur í Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Það að hafa svona apparat hér, á þessu landi, er svo mikilvægt og það er svo mikil fórnfýsi hjá þessu fólki, þótt það sé lítið um það, að ég komi að þá er maður ennþá að einhverju leyti í einhverju baklandi.

Það er svo mikil fórnfýsi hjá þessu fólki.

Þarna voru þannig aðstæður að við vorum ennþá í nýliðaþjálfun og við erum kölluð út. Í nýliðaþjálfun ertu kallaður út í alls konar, til þess að athuga hvort þú hafir til brunns að bera það sem þarf. Við erum kölluð í snjóflóðaleit upp í Esju og þú heldur að þetta sé bara ein kvöldæfing af mörgum. Svo þegar þú áttar þig á því, að það er verið að leita að félaga þínum, þá náttúrlega tekur það gríðarlega á og mikil sorg í kringum það, en þarna stuttu seinna er ég kominn til þess að stýra Skátabúðinni og þá var, og er reyndar enn, þannig starfsmannahald að 80 til 90 prósent starfsmanna voru félagar í hjálparsveit og björgunarsveit, og í kringum snjóflóðin fyrir vestan, á Flateyri og Súðavík, þá sendi maður þá alla, alla félagana, til leitar.

Ég stóð einn eftir til þess að aðstoða með aukabúnað, það þurfti að ná í fleiri skóflur, eða snjóflóðastangir, eða húfur eða vettlinga eða „what ever“. Þannig að þetta er virkilega mikils virði, þetta fólk sem gefur sig í svona starf. Það fær mikla lífsreynslu og svona öðruvísi lífssýn.“

- Auglýsing -

Í snjóflóðinu í Esjunni fórust tveir. „Einn sem komst undan og gat látið vita.“

 

Ýtið hér til að lesa helgarviðtalið við Halldór Hreinsson.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -