Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Steinar skammar Ingólf Bjarna og Ríkisútvarpið: „Er að flækjast fyrir flýjandi konum og börnum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steinar Sveinsson leiðsögumaður gagnrýnir það hvers vegna RÚV ákvað að senda Ingólf Bjarna Sigfússon fréttamann og tökumann með honum til lands þar sem stríð er yfirvofandi. Að hans mati höfðu þeir lítið sem ekkert fram að færa í fréttaflutningnum og gerðu fátt annað en flækjast fyrir flýjandi fólki. Steinar fjallar um málið í færslum á Facebook-síðu sinni. Við skulum grípa niður í færslu hans um málið:
„Það er hið undarlegasta brölt hjá litla RÚV á litla Íslandi að senda frétta- og tökumann í land þar sem stríð er yfirvofandi. Fréttamaðurinn hafði í raun aldrei neitt sérstakt að segja sem bætti einhverju við allt sem kom fram í stærri og þroskaðri alþjóðlegum fjölmiðlum, eða sem aðrir íslenskir fjölmiðlar höfðu eftir Íslendingum búsettum í Úkraínu og gjörþekkja allar aðstæður í landinu. Í raun gerði fréttamaðurinn lítið annað en að bresta nánast í grát, og fljótlega fóru allar fréttir að snúast um hans eigin upplifun og tilfinningalíf og nú síðast flótta hans af vettvangi, þar sem hann virðist í bílaröð meðal almennings eingöngu vera að þvælast fyrir íbúum landsins sem eru á flótta.
Steinar segir að nær væri, fyrst fréttamaðurinn er þó kominn á staðinn, og alvöru atburðir eru brostnir á, að hann væri áfram í höfuðborginni ásamt alþjóðlegu liði fréttamanna. „Sem eflaust er staðsett á nokkuð öruggu hóteli sem báðir stríðandi aðilar vita af, frekar en að hann sé á óskipulögðum flótta að flækjast fyrir flýjandi konum og börnum.“Steinar stingur svo aftur niður penna þegar Ingólfur Bjarni og Ingvar Haukur Guðmundsson tökumaður eru komnir á flótta frá Kænugarði. Um flóttann sem hann kallar „undarlegheitaferðalag RÚV“ skrifar hann:

Steinar Sveinsson er ómyrkur í máli þar sem hann fjallar um ferðalag fréttamans RÚV.

„Eftir ómarkvissar ,,fréttir” og grátklökkar yfirlýsingar um tilfinningalegt uppnám sitt, sem engu bættu við til að upplýsa íslenskan almenning og ánauðargreiðendur að RÚV um stöðu mála fram yfir það sem alþjóðlegir fjölmiðlar greina frá, þá var lagt á flótta og flækst fyrir heimamönnum á raunverulegum flótta, konum og börnum. Til að forða sér lýsir fréttamaðurinn því hvernig hann og íslenski tökumaðurinn hafi keypt bíl og útvegað sér bensín, sem hann lýsir blygðunarlaust að sé af skornum skammti, eðlilega, enda stríðsástand“.

Teymið bætti engu við innsýn íslensks almennings

Steinar segir það vera í samræmi við íslenska blaðamennsku að flest innleggin snúist um sjálfhverfu íslenskra fréttamanna; fréttamaður taki viðtal við fréttamann um hvernig hann hefur það. Fréttamaðurinn sé í aðalhlutverki.
„RÚV og íslenska fréttateymið hefur ekki gert úkraínsku þjóðinni nokkurn greiða með þessari sjálfhverfu Bjarmalandsför sinni. Teymið bætti engu við innsýn íslensks almennings í ástandið né upplýsti af viti um stöðu mála heldur þvældist ráðalaust um götur Kænugarðs og gerði ómarkviss innslög. Svo á flótta sínum þvældist teymið fyrir konum og börnum á raunverulegum flótta frá heimkynnum sínum, sem jafnvel voru að skilja við menn sína sem urðu eftir til að berjast, tók undir sig farartæki og keypti bensín sem er af skornum skammti og aðrir á flótta gátu þá ekki notað. Eflaust hefur fréttateymi RÚV yfirboðið síðustu bensíndropana í krafti kaupmáttar og dagpeninga frá RÚV, þannig að þeir nýttust ekki flóttafólkinu …“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -