„Aleiga mín er í þessari íbúð. Ég læt ekki koma svona fram við mig,“ segir Sigrún Þorsteinsdóttir Holt, sem festi kaup á nýrri úbúð við Dalsbraut í Njarðvík. Hún segir að við afhendingu hafi komið í ljós fjölmargir og alvarlegir gallar sem ekki fáist lagfærðir þrátt fyrir kröfur hennar þar um.
Sigrún varð ekkja fyrir nokkrum árum. síðan hefur lífsbarátta hennar verið hörð. Hún hefur verið föst á leigumarkaði. Með tilkomu hlutdeildaarlána varð henni kleift að eignast sína eigin íbúð og losna úr fátæktargildru leigjandans. Hún átti að fá íbúðina, sem kostar 36.1 milljón, afhenta 31. janúar. Afhendingin dróst til 15 febrúar en þegar til kom var hún ekki tilbúin til þess að flyja inn þar sem fjöldi galla mætti henni.
„Mig dreymdi um að losna frá baslinu og eiga eitthvert líf. Ég var að greiða 225 þúsund krónur á mánuði í leigu en greiðslubyrðin vegna íbúðarinnar er miklu lægri,“ segir Sigrún sem beið þess í ofvæni að flytja inn. En þá tók við að hennar sögn áfallið vegna aðkomunnar.
„Þetta er fúsk. Frá afhendingu er allt búið að koma í ljós sem á ekki að vera að nýrri eign. Allir gluggar hornskakkir, illa málað, parket á gólfi laust á öllum samskeytum, gæti flett því af með naglaþjöl. Skápar og eldhúsinnréttingin rispuð . Hurðahúnar allir lausir og ekki einu sinni líkír þeim sem ég skoðaði í sýningaríbúð. Og útihurðin lekur það mikið að í annað skipti á viku þurfti að negla fyrir hana Ég hef ekki getað flutt inn,“ skrifaði Sigrún á Facebook og óskaði eftir ráðgjöf í glímu sinni við fasteignasalann.
Sigrún sagði í samtali við Mannlíf að Guðmundur Ingi Jónsson hjá Miðbæjarfasteignum hefði tekið kvörtunum sínum illa. Hann hefði boðið henni 200 þúsund krónur afslátt af pareketinu en síðan hótað sér lögmanni. Sigrúnu sárnar viðrögð hans ekki síst í því ljósi að Guðmundur Ingi sé frændi sinn.
„Ég læt ekki knésetja mig. Viðgerðirnar kosta milljónir. Þetta er ofbeldi. Ég er búin að stöðva greiðslur til fasteignasölunnar þar til þetta kemst í lag,“ segir hún.
Guðmundur Ingi hjá Miðbæjarfasteignum, staðfestir að hafa átt í samskiptum við Sigrúnu vegna málsins. Hann segist ekki hafa séð sér annað fært en að koma samskiptunum í það form að hafa lögmann með í ráðum. Samskiptin við Sigrúnu hafi engan veginn verið boðleg. Hann hafi viljað gera allt til þess að tryggja sættir en hann hafi ekki upplifað annað eins. Þannig sé ný útihurð á leiðinni og það hafi staðið tilað lagfæra eitt og annað. Sigr´æun hafi svo skipt um læsingar á dögunum og ekki hafi verið hægt að komast inn til lagfæringa. Aftur á móti sé parketið á ábyrgð Sigrúnar sem ekki hafi viljað fá aðra tegund á sínum tíma þegar verktakinn lagði það til. Slæm reynsla af þeirri gerð í fyrri íbúðum hafi orðið til þess að vilji var til að hætta við notkunina.
„Ég hef aldrei lent í öðru eins með viðskiptavin,“ segir hann.