Laugardagur 14. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Hjarðónæmi færist nær: Tæplega 15.000 manns hafa greinst síðustu fimm daga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í þau tvö ár sem faraldur Covid-19 hefur geisað hér á landi hafa um 130.000 manns greinst með veiruna. Gríðarlegur fjöldi smita hefur greinst síðustu misseri og því virðist samfélagslegt ónæmi færast sífellt nær. Þessu er greint frá á RÚV.

Um fjögur prósent þjóðarinnar hafa greinst með smit síðustu fimm daga en það gera tæplega 15.000 manns. Alls hafa nærri 35 prósent þjóðarinnar greinst með Covid-19. Þó er talið að fjöldinn sé í raun meiri, þar sem mótefnamælingar hafa leitt það í ljós að svipaður fjöldi hafi sennilega smitast án þess að greinast formlega meðan veikindin stóðu yfir.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, gefur sagt að líklegt sé að viðunandi samfélagslegt ónæmi náist þegar 80 prósent landsmanna hafi smitast af veirunni.

Uppfærðar tölur inni á covid.is eru nokkuð breyttar eftir að öllum samkomutakmörkunum var aflétt og fólki með smit ekki settar sömu kvaðir og áður. Þannig greindust um þúsund manns í gær með hraðprófum og 76 með PCR-prófi. Síðustu fimm daga hafa um átta prósent íbúa landsins farið í sýnatöku.

Ef fjöldi þeirra sem raunverulega hafa fengið Covid er tvöfalt fleiri en staðfestar smittölur gefa til kynna, má ætla að tæplega 70 prósent þjóðarinnar hafi þegar smitast af veirunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -