- Auglýsing -
Í gær kom frétt frá Mannlíf þar sem kom fram að Rússum yrði leyft að keppa í Eurovision söngvakeppninni. Það reyndist rangt. Um misskilning var um að ræða og sannar að blaðamenn eru mennskir, eftir allt.
Fyrir nokkrum dögum hafði BBC eftir skipuleggjendum keppninnar að Rússland fengi að keppa í Eurovision þrátt fyrir innrás þeirra í Úkraínu. Rökin fyrir því voru þau að um væri að ræða ópólitískan atburð.
Þessi ákvörðun mætti harðri gagnrýni landa á borð við Úkraínu, Ísland, Svíþjóð og Finnland sem varð til þess að skipuleggjendurnir ákváðu að banna Rússana þetta árið.