Úkraína er talið sigurstranglegast í Eurovision en söngvakeppnin verður haldin á Ítalíu í maí. Morgunblaðið fjallaði um málið en samkvæmt veðbönkum hefur Úkraína verið á hraðri uppleið á listanum eftir Rússar réðust inn í landið í síðustu viku.
Kalush Orchestra mun stíga á svið fyrir hönd Úkraínu og flytja lagið Stefania en Rússland fær ekki að taka þátt í söngvakeppninni þetta árið.
Ítalíu er spáð öðru sæti þetta árið og Svíþjóð því þriðja þrátt fyrir að hafa ekki valið sér keppanda.
Í gegnum árin hefur Úkraína sigrað keppnina tvisvar sinnum og tvisvar hafnað í öðru sæti en á síðasta ári var það sveitin Go_A sem keppti fyrir þeirra hönd og hafnaði í fimmta sæti.
Hér að neðan má hlusta á lag Úkraínu í ár.