- Auglýsing -
„Það er aftaka veður sumstaðar á brautinni,“ sagði heimildarmaður Mannlífs nú í morgunsárið en varð hann vitni að því þegar stærðarinnar bifreið fjauk út af veginum á Reykjanesbraut.
Það endaði með því að bifreiðin, sem er merkt fyrirtækinu Skólamat, valt á hliðina en mikið rok er nú víða á sunnanverðu landinu.
Lögregla og sjúkrabíll mættu á vettvang en má sjá á myndunum sem vitnið sendi að færðin er erfið, einkum fyrir bíla sem taka á sig svo mikinn vind.
Fréttin verður uppfærð.