Föstudagur 27. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Antonio Banderas með nýja sýn eftir hjartaáfall: „Forgangsröðunin breytist“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Litlu munaði að heimurinn yrði einum Antonio Banderas færri fyrir fimm árum þegar hjartaknúsarinn og leikarinn Antonio Banderas fékk hjartaáfall. Segist hann hafa öðlast nýja sín á lífið eftir áfallið.

Hinn 61 árs gamli spænski leikari fékk hjartaáfall 2017 og segist hann heppinn að hafa lifað það af. Daginn áður hafði kærasta hans, Nicole Kimbel keypt sterkar aspirín töflur og segir hann að þær hefðu gert gæfumuninn.

Í dag horfir Banderas á þessa reynslu með jákvæðum augum.

„Ég fékk hjartaáfall. Þegar slíkt gerist, þegar þú sérð dauðann í návígi, þá ferðu að taka nýjar ákvarðanir,“ sagði Banderas í viðtali. „Forgangsröðunin breytist, það sem eitt sinn skipti þig miklu máli, allt í einu gerir það ekki lengur. Það sem skiptir þig mestu máli er dóttir þín, fjölskylda þín, vinir þínir og þín köllun. Ég myndi ekki segja að leiklistarferillinn skipti máli en köllun mín sem leikari gerir það.“

Mbl.is fjallaði einnig um Banderas í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -