Eiður Birgisson, kvikmyndaframleiðandi og fyrrum eigandi 800bars á Selfossi
fagnar 42 ára afmæli sínu í dag. Hann segist sjálfur hafa haldið síðast upp á
afmælið sitt þegar hann var 8 ára gamall. Það breyttist hins vegar þegar hann
kynntist konunni sinni, Manuelu Ósk (39) en síðan þá hafa afmælisdagarnir
heldur betur litið öðruvísi út.
„Já þessir dagar eru orðnir miklir hátíðardagar sem teygja úr sér yfir í tveggja til
þriggja daga afmælis festivöl og það er enginn afsláttur veittur þetta árið. Ég
held að Manuela sé búin að undirbúa þetta afmæli frá því loftið fór úr
blöðrunum á síðasta ári,“ segir Eiður og brosir.
„Afmælið byrjaði semsagt í gær með glæsilegum kvöldverði á Reykjavík
Edition-hóteli en þaðan lá leiðin í fjörðinn góða þar sem Sóli Hólm fékk
afmælisstrákinn til að hlæja í tvær klukkustundir,“ segir Eiður en bætir við svo
við: „Svo var farið seint að sofa og vaknað seint við morgunverð í rúmið á
hótelinu. Ég hef ekki undan að opna afmælispakka.“
Þá segir Eiður að honum finnist það ótrúlegt hversu marga pakka konan hans
getur gefið honum en í dag, fyrir utan pakkaflóðið, sé dagskráin ansi þétt.
„Ég gæti ekki verið í betri höndum þegar það kemur að afmælum. Svo í kvöld
bætast fjölskyldumeðlimir við þessi hátíðahöld og við endum þessa veislu í
pizzu og keilu,“ segir Eiður sem tekur á móti pökkum frá vinum og ættingjum í
Keiluhöllinni í kvöld á milli sjö og níu.