Árni Páll Árnason eða Herra Hnetusmjör eins og hann er betur þekktur er eigandi skemmtistaðarins 203 en hrottaleg líkamsárás var fyrir utan staðinn aðfaranótt laugardags. Árni gaf frá sér yfirlýsingu en fordæmt hefur verið að enginn hafi hringt í lögreglu né aðstoðað við að stöðva árásarmanninn. Það segir þó í yfirlýsingunni að starfsfólk hafi tafarlaust hringt í lögreglu.
„Aðfaranótt laugardags var gerð hrottaleg stunguárás á einstakling fyrir utan 203. Við viljum hafa það gjörsamlega á hreinu að við fordæmum allt ofbeldi og starfsfólk hringdi tafarlaust í lögreglu þegar atvikið átti sér stað. Í dag höfum við átt í góðum og opnum samskiptum við aðstandendur og erum gífurlega þakklát fyrir það. Hugur okkar er hjá þolanda og aðstandendum“
