- Auglýsing -
Kristinn Þorsteinsson, skólmeistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ, er í nauðvörn vegna Páls Vilhjálmsson, sögukennara síns, sem þykir fara frjálslega með staðreyndir. Sögukennarinn hefur margisinnis sakað starfsmenn Ríkisútvarpsins um að hafa tekið þátt í tilraun til manndráps með því að skipuleggja það að byrla Páli Steingrímssyni, skipstjóra og skæruliða, í þeim tilgangi að ræna síma hans. Þá hefur Páll hæðst að þeim sem glíma við geðveiki og lýst hóp starfsmanna RÚV sem geðsjúkum. Margir hafa athugasemdir við störf Páls í Garðabæ en Kristinn stendur sem klettur með sínum manni.
Einn þeirra sem hefur kvartað undan framgöngu og skrifum Páls er Baldur Garðarsson, sem segist hafa ortðið illilega fyrir barðinu á sögukennaranum og telur ófært að hann starfi við uppfræðslu. „Almennt skipti ég mér ekki af þátttöku starfsmanna í pólitískri umræðu. Þau afskipti sem ég hef haft hafa komið fram í fjölmiðlum. Hef engu við það að bæta,“ svaraði Kristinn sem svaraði í tölvupósti og framsendi póstinn að Baldri forspurðum …