Það var rétt upp úr klukkan tíu í gærkvöldi þegar björgunarsveitarmenn Landsbjargar fundu týnda ferðamenn vestan við Vatnjökul.
Ferðamennirnir höfðu virkjað neyðarsendi klukkan fjögur seinnipartinn í gær sem barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.
Ekki var talið ráðlegt að komast að fólkinu landeiðina þar sem færðin var mjög slæm en neyðarsendirinn sýndi staðsetningu þeirra sem var við Sylgju í vestanverðum jöklinum.
Þyrla var send í verkið en kom fljótt í ljós að skyggni var erfitt fyrir þyrlusveitina og voru björgunarsveitir þá kallaðar út. Ferðamennirnir höfðu grafið sig í fönn til þess að leita skjóls og voru orðnir kaldir og blautir þegar björgunarsveitafólk fann þá. Hlúið var að mönnunum og þeir svo fluttir til Reykjavíkur með þyrlu.