- Auglýsing -
Borgir í vestanverðu landinu hafa hingað til ekki verið skotmörk innrásarhersins en fjöldinn allur af fólki hefur flúið í þá átt undan árásum, meðal annars til borgarinnar Lviv. Rússar hafa einbeitt sér að árásum á Kyiv og borgir í austur- og suðurhluta Úkraínu.
Úkraínskir miðlar greina frá stórskotaliðsárásum á borgina Ivano-Frankivsk í suðvestanverðri Úkraínu og hefur varnarmálaráðuneyti Rússlands staðfest árásirnar, sem beinst hafi að herflugvöllum og að beitt hafi verið langdrægum nákvæmnisvopnum.
Flugvöllur við borgina Lutsk á sama svæði varð einnig fyrir eldflaugaárásum í morgun.