- Auglýsing -
Einar Þorsteinsson, fyrrverandi fjölmiðlamaður og stjórnmálafræðingur, skipar efsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Aukakjördæmaþing Framsóknarflokksins í Reykjavík samþykkti í gærkvöld framboðslistann sinn fyrir borgarstjórnarkosningar í vor.
Árelía Eydís Guðmundsdóttir, rithöfundur og dósent í viðskiptafræði, skipar annað sæti listans. Magnea Gná Jóhannsdóttir, MA-nemi í lögfræði og formaður Ung Framsókn í Reykjavík, er í þriðja sæti og Aðalsteinn Haukur Sverrisson, framkvæmdastjóri og varaþingmaður, í fjórða.