Afmælisbarn dagsins er enginn annar en knattspyrnusnillingurinn Viðar Örn Kjartansson en hann er hvorki meira né minna en 32 í dag.
Uppeldisfélag Viðars er Selfoss en einnig hefur hann leikið með ÍBV og Fylki hér á landi. Þá hefur sóknarmaðurinn leikið með Vålerenga í Noregi, Jiangsu Guoxin-Sainty í Kína, Malmö FF í Svíþjóð, Maccabi Tel Aviv í Ísrael, Rostov í Rússlandi, Hammarby í Svíþjóð, Rubin Kazan í Rússlandi og Yeni Malatyaspor í Tyrklandi. Hann leikur nú aftur hjá Vålerenga þar sem hann er mjög vel liðinn.
Viðar var fyrst valinn í A-landslið Íslands í knattspyrnu árið 2014 og hefur hann spilað 8 leiki með liðinu og skorað eitt mark.
Í samtali við Mannlíf sagði Viðar að lífið væri hið fínasta í Noregi.
„Lífið er annars mjög fínt hér alltaf. Og ég er með fjölskylduna í heimsókn og við ætlum að gera okkur heldur betur glaðan dag í tilefni dagsins. Út að borða og bíó jafnvel.“