Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Ómar miðill segist geta opnað og lokað að vild: „Mjög óhollt að vinna í þessari orku allan daginn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ómar Pétursson er miðill og heilari. Hann segist vera í sambandi við leiðbeinendur að handan og hjálpar fólki til að líða betur og aðstoðar fólk sem heyrir, sér eða skynjar eitthvað óeðlilegt á heimilum sínum. Ómar er í helgarviðtali Mannlífs sem má í heild sinni lesa hér

 

Ómar segist geta lokað fyrir hæfileikann þegar hann vill. Og opnað. Hann fékk á sínum tíma kennslu eða þjálfun til að geta gert það.

„Það er mjög óhollt fyrir líkamann að vinna í þessari orku allan daginn.“

Orkan. Það er þessi orka. Það er sagt að það sé sérstök orka hjá heilurum. Miðlum.

„Orkan getur farið svolítið eftir því hvað viðkomandi þarf á að halda. Orkan hjá mér getur oft verið mjög köld en hún getur líka verið heit. Ég hef þrisvar farið á námskeið hjá Arthur Findlay College í Stansted í Bretlandi og eitt kvöldið var kennarinn með sýnikennslu uppi á sviði. Ég settist tiltölulega framarlega. Sá sem var á sviðinu hafði aðgang að orku allra í salnum og fann ég eins og það væru reknir pólar í gegnum mig; ég var í Sahara-eyðimörkinni öðrum megin og norðurpólnum hinum megin.“ Ómar hlær. „Þetta er rosalega misjafnt, sérstaklega þegar ég fer í trans sem ég hef svolítið gert sem er bara hluti af þróuninni eða þroskanum en þá verð ég mjög kaldur. Það er bara hluti af því að mínir leiðbeinendur eru að passa mig.“

En það er mikilvægt að passa upp á kærleikann og einnig trúna.

- Auglýsing -

Hvað með þægilega orku sem sumir finna fyrir hjá miðlum?

„Það er ekki hægt að vinna við að hjálpa öðrum nema með kærleika og það er þessi þægilega orka sem fólk finnur. Það er mikilvægasti þátturinn. Og ef fólk ætlar að fara að vinna við þetta þá þarf það að sinna sjálfu sér. Viðkomandi byrjar alltaf á því að taka sjálfan sig aðeins í gegn til þess að það sé ekkert hjá honum sem mögulega truflar þegar hann fer að hjálpa einhverjum öðrum. Þannig að það er heilmikil sjálfsvinna sem felst í því að fara þessa leið. Þetta er náttúrlega mjög gott fyrir mann sjálfan því maður hreinsar til og maður á alltaf að horfa meira fram á við en í baksýnisspegilinn.

En það er mikilvægt að passa upp á kærleikann og einnig trúna. Ég segi oft að það skipti ekki öllu máli á hvað fólk trúir; það getur trúað á álfa og tröll og notað þau til að hjálpa sér eða það getur trúað á Jesú. Mér er sama hvað það er. Það er bara svo mikilvægt að viðkomandi trúi og hafi þannig trúna og kærleikann með sér í því sem verið er að gera. Þannig næst miklu betri árangur.“

- Auglýsing -

Ómar talar um verndara sína. Ingibjörg, dóttir hans, teiknaði mynd af einum þeirra og hangir hún á vegg á heimilinu. Ómar segir að dóttir sín hafi séð verndarann vel. Hann kallar hann Valdimar, því hans rétta nafn sé svo erfitt og óþjált í framburði, og segir að hann hafi verið uppi í Bretlandi í kringum 1300-1400. „Ég kalla hann seiðskratta; honum finnst það ekki skemmtilegt. Hann var uppi á sama tíma og Merlin og þessir; þessar þjóðsögur sem voru í Bretlandi. Hann er seiðkarl eða galdrakarl, svolítið líkur Gandalf.“

Ómar Pétursson.
„Valdimar.“ „Valdimar er annar af mínum tveimur aðalleiðbeinendum sem eru búnir að vera með mér frá upphafi og í sjálfu sér miklu lengur en þennan tíma hérna en það er önnur saga.“ (Mynd: Helgi Jónsson.)

Ómar segir að öllu fólki fylgi tveir verndarar eða leiðbeinendur. „Þó þeir kallist verndarar þá mega þeir ekkert gera nema að maður biðji þá um aðstoð. Þeir mega ekki grípa fram fyrir hendurnar á manni; ef maður talar ekki við þá eða skynjar þá ekki þá mega þeir það ekki. Valdimar er annar af mínum tveimur aðalleiðbeinendum sem eru búnir að vera með mér frá upphafi og í sjálfu sér miklu lengur en þennan tíma hérna en það er önnur saga.“

 

Hér má lesa allt viðtalið við Ómar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -