Umferðaróhapp varð á Hellisheiði í morgun en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er heiðin enn lokuð. Greindi Vegagerðin frá lokuninni á Twitter en umferðaróhappið sem var minniháttar en varð til þess að umferðateppa myndaðist og er nú unnið að því að greiða úr flækjunni.
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi sagði í samtali við Fréttablaðið að minniháttar meiðsli hafi orðið á fólki. Ekki liggur fyrir hvenær vegurinn opni á ný en er veðurspáin afar slæm um allt land í dag og víða vegir lokaðir vegna þessa. Þá hefur mörgum vegum nú þegar verið lokað en þar með taldir eru Krýsuvíkurvegur og Brattabrekka. Fólk er hvatt til þess að kynna sér færð vel en ekkert ferðaveður er á landinu í dag.