Hjálmurinn og mafíósinn frá Memfís, Sigurður Halldór Guðmundsson á afmæli í dag. Er maðurinn með silkiröddina 44 ára nákvæmlega í dag.
Sigurður hefur í gegnum tíðina leikið með nokkrum af vinsælustu hljómsveitum Íslandssögunnar, til að mynda í Hjálmum, Senuþjófunum, Baggalúti, Memfísmafíunni, Tregasveitinni, Skuggasveinum og svo hefur hann sungið talsvert með Sigríði Thorlacius en saman hafa þau heillað landann gjörsamlega upp úr skónum undanfarin ár. Þá hefur Sigurður einnig hefur hann sungið og leikið á hljóðfæri á fjöldi platna. Þá er hann einnig útsetjari og upptökumaður.
Mannlíf heyrði í Sigurði og spurði hann hvernig hann ætlaði að halda upp á afmælisdaginn.
„Ég ætla að halda upp á daginn í Hljóðrita með Hjálmum og GDRN. Til stendur að taka upp nýjan vorsmell. Svo bara köku með krökkunum í kvöld.“
Hér fyrir neðan má sjá Sigurð syngja eitt fallegasta lag síðari ára: