Föstudagur 10. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Stuðningsmenn Rússlandsforseta ganga um miðbæinn og líma áróður á ljósastaura – einn náðist á mynd

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stuðningsmenn Vladimirs Putins forseta Rússlands fara um miðbæinn og festa áróður á ljósastaura. Einn þeirra náðist á ljósmynd.

Fram kom í fréttum Rúv að flóttakona frá Úkraínu sem mætti á mótmæli fyrir utan sendiráð Rússa í Reykjavík, hafi orðið var við tvo Rússa sem öskruðu „Dýrð sé Rússlandi!“ í átt að mótmælendunum. Eiríkur Jónsson segir svo frá því að nokkrir stuðningsmenn Putins hafi gengið um miðbæ Reykjavíkur fyrir og um helgina og límt stafinn Z á ljósastaura. Setan ku vera merki til stuðnings innrásarinnar í Úkraínu. Því virðist sem átak sé í gangi hjá stuðningsmönnum Rússlandsforseta hér á landi.

Einn þeirra náðist á öryggismyndavél en þar sást hann ganga rólega að ljósastaur, líta í kringum sig og líma Zetunni á og svo myndaði hann herlegheitin.

Samkvæmt Eiríki eru vegfarendur almennt ekki ánægðir með límmiðana og reyna að plokka merkið af hvar sem það sést. Ef marka má stutta vettvangsferð blaðamanns Mannlífs hefur vegfarendum tekist vel til en fáir ef einhverjir límmiðar frá stuðningsmönnum Putins eru nú á ljósastaurum bæjarins.

Stuðningsmaðurinn virðist stoltur af dagsverkinu.
Ljósmyndir: eirikurjonsson.is

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -