Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, grínisti, Tvíhöfði og margt fleira, birti fallega frásögn á Twitter í gær, í tilefni af fráfalli William Hurt, stórleikara.
Sagðist hann hafa hitt Hurt á vídeóleigu í Piermont, New York. Fyrir einskæra tilviljun var Jón að leigja kvikmynd sem Hurt lék í. Færslan er á ensku en er hér í lauslegri þýðingu:
„Blessuð sé minning William Hurt. Ég hitti hann einu sinni í vídeóleigunni Piermont Pictures í Piermont NY og ég hélt á Smoke í hendinni og var að fara að leigja hana. Hann var þar. Við töluðumst ekki við en orkan var falleg. Hann brosti og ég kinkaði kolli. Hann var að leigja eitthvað annað.“
blessed be the memory of William Hurt. I met him once in the video store Piermont Pictures in Piermont NY and I had Smoke in my hand and was renting it. he was there. we didn’t speak but the energy was beautiful. he smiled and I nodded. he was renting something else pic.twitter.com/DmbzGFAu5G
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) March 14, 2022