Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent 93 minnisblöð til heilbrigðisráðherra frá upphafi Covid-19 faraldursins hér á landi. Fyrsta minnisblaðið var sent þann 13.mars með tillögu um samkomubann og það síðsta 22. Febrúar. Kom þetta fram í svari Willums vegna fyrirspurnar Bergþórs Ólasonar en fjallaði Fréttablaðið fyrst um málið.
Segir Willum að gætt hafi verið meðalhófs í ákvörðunum en stundum hafi ráðherra ekki gengið eins langt í reglum og takmörkunum og voru á minnisblaðinu að hverju sinni. Þá hafi verið hugað að hagsmunum barna og þess gætt að skólaganga yrði með eins venjulegu sniði og hægt var. Eins og flestir vita fjölluðu minnisblöðin um einangrun, sóttkví og takmarkanir í tengslum við fjölda smita.