Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Íslenskt heilsufyrirtæki þróar byltingarkennda tækni fyrir sykursjúka

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenska heilsufyrirtækið RetinaRisk hefur þróað byltingarkennda tækni vegna augnskimana fyrir skjólstæðinga Landspítalans með sykursýki. Tæknin byggist á rannsóknum vísindamanna við HÍ og samstarfsfólks. Tæknin metur nákvæmlega líkurnar á sjónskerðandi augnbotnasjúkdómum hjá fólki með sykursýki og tryggir að fólk með aukna áhættu fái meiri eftirfylgni til þess að koma megi í veg fyrir sjónskerðingu og jafnvel blindu.

Innleiðingin er afrakstur af samvinnu RetinaRisk, göngudeildar innkirtla- og efnaskiptasjúkdóma, göngudeildar augnlækninga og heilbrigðis- og upplýsingatæknisviðs Landspítalans (HUT) í gegnum Stafrænt heilbrigðisstefnumót sem hófst sumarið 2020. Það að taka í notkun nýskapandi lausnir í heilbrigðisþjónustu hefur mikil áhrif á bæði líf og heilsu fólks og rekstrarkostnað stofnana og eru báðir aðilar mjög ánægðir með útkomuna úr heilbrigðisstefnumótinu.

RetinaRisk stýrir þannig fjölda augnskimana fyrir hvern skjólstæðing spítalans sem er með sykursýki, byggt á einstaklingsbundinni þörf en ekki hópnálgun eins og verið hefur fram að þessu. Þessi nálgun tryggir að öll fái þá heilbrigðisþjónustu sem þau þurfa, byggt á nákvæmu áhættumati og einstaklingsmiðaðri þörf hvers og eins. Samstarf Landspítala og RetinaRisk hefur vakið mikla athygli og hafa fjölmargir aðilar erlendis sýnt þessari lausn mikinn áhuga og stendur innleiðing yfir í nokkrum löndum.

RetinaRisk er afrakstur umfangsmikils vísindastarfs núverandi og fyrrverand starfsfólks Landspítalans og Háskóla Íslands. Fyrirtækið stofnuðu Einar Stefánsson og Thor Aspelund, prófessorar við Háskóla Íslands, ásamt Örnu Guðmundsdóttur innkirtlalækni og er áhættureiknirinn sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum. Fyrirtækið hefur m.a. samið við bandarísku sykursýkisamtökin um að gera reikninn aðgengilegan almenningi í Bandaríkjunum.

Landspítalinn og RetinaRisk hafa starfað náið saman undanfarin tvö ár við innleiðingu RetinaRisk hugbúnaðarins í tölvukerfi Landspítala en einnig lagt grunn að vísindasamstarfi sem mun viðhalda þeirri leiðandi stöðu sem íslenskt hugvit hefur í þróun nýrra aðferða við augnskimun fólks með sykursýki.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -