Sunnudagur 19. janúar, 2025
2.2 C
Reykjavik

Joe Biden hrósaði Elizu í Hvíta húsinu: „Við áttum langt og gott samtal“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Eliza Reid forsetafrú átti á tíunda tímanum í gærkvöld einkafund með Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu. Tilefnið var sérstakur viðburður tengdur bandarískum jafnlaunadegi þar sem athygli er vakin á aðgerðum til að uppræta óleiðréttan launamun kynjanna. Síðar í vikunni mun forsetafrúin taka þátt í landkynningarhátíðinni Taste of Iceland sem fer fram í Washington.
Eliza hitti einnig Joe Biden forseta Bandaríkjanna, en hann leit við á fundinum og þau ræddu saman ítarlega fyrir fundinn, samkvæmt því sem Biden sagði. „Hún er ötul baráttukona fyrir jafnrétti kynjanna, við áttum langt og gott samtal,“ sagði Biden í ræðu sinni.
Joe Biden Bandaríkjaforseti hrósaði Elizu Reid forsetafrú í hástert í Hvíta húsinu í gærkvöld vegna framgöngu hennar í jafnréttismálum. Hann fékk Elizu upp á svið til sín en þurfti að bíða drykklanga stund eftir forsetafrúnni á meðan hún þakkaði fyrir sig og veifaði til viðstaddra.
Vandræðagangur á Biden og Elizu í Hvíta húsinu

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -