Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Tilkynningar um kynferðisbrot 23 prósent færri miðað við síðustu þrjú ár

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í nýrri mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir febrúarmánuð kemur fram að flestum hegningarlagabrotum hafi fækkað milli mánaða. Tilkynningar um ofbeldisbrot og heimilisofbeldi voru til að mynda færri í febrúar en í janúar.

Alls voru skráð 524 hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu í febrúar og voru þau færri en í janúar, þegar þau voru 611 talsins.

Í febrúar bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu alls 87 tilkynningar um ofbeldisbrot, sem eru færri tilkynningar en í janúar. Um 16 prósent færri tilkynningar um ofbeldisbrot hafa borist það sem af er ári, ef miðað er við meðaltal sama tímabils síðastliðin þrjú ár.

Tilkynningum um heimilisofbeldi fækkaði einnig á milli mánaða; þær fóru úr 71 tilkynningu í janúar niður í 52 tilkynningar í febrúar. Þeim hefur fækkað um sex prósent það sem af er ári, ef miðað er við meðalfjölda sama tímabils síðustu þrjú ár.

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 24 tilkynningar um kynferðisbrot sem áttu sér stað í febrúar. Um 23 prósent færri tilkynningar um kynferðisbrot hafa borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári, en meðaltal sama tímabils síðastliðin þrjú ár á undan. Fjöldinn var 53 á sama tímabili árið 2019, 37 tilkynningar árið 2020, 51 árið 2021 og 36 það sem af er þessu ári.

Tilkynningum um þjófnaði og innbrot fækkaði töluvert milli janúar og febrúar. Tilkynningar um innbrot eru um 20 prósent færri það sem af er ári en meðaltal sama tímabils síðastliðin þrjú ár. Tilkynningum um þjófnaði það sem af er ári hefur fækkað um 25 prósent. Tilkynningar um þjófnaði voru 234 í janúar en 159 í febrúar.

- Auglýsing -

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 45 tilkynningar um innbrot í febrúar. Tilkynningarnar voru 65 talsins mánuðinn á undan og fækkunin því talsverð. Tilkynnt innbrot á höfuðborgarsvæðinu eru um 20 prósent færri það sem af er ári en þau hafa að meðaltali verið á sama tímabili síðastliðin þrjú ár.

Beiðnir um leit að börnum og unglingum voru átta talsins í febrúar og fækkaði frá því í janúar.

Tilkynningum um nytjastuld á vélknúnum ökutækjum voru einar af þeim fáu tilkynningum sem fjölgaði á milli mánaða. Tilkynningarnar fóru úr 17 í janúar upp í 26 í febrúar. Slíkum tilkynningum hefur þó fækkað um 15 prósent ef horft er til meðaltals sama tímabils síðastliðin þrjú ár.

- Auglýsing -

Skráðum fíknaefnabrotum fækkaði á milli mánaða og það sama má segja um tilkynningar þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Hins vegar fjölgaði tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur.

Skráð umferðarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu eru um 33 prósentum færri það sem af er ári en á sama tímabili síðustu þrjú ár.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -