Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Frosti birtir yfirlýsingu vegna viðtals við Eddu: „Ég tek fulla ábyrgð á minni hegðun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna viðtals sem birtist í hlaðvarpinu Eigin Konum í dag, þar sem Edda Pétursdóttir lýsir reynslu sinni af ofbeldissambandi. Lýsir hún andlegu ofbeldi sem hafi magnast við sambandsslit. Eftir að sambandinu lauk hafi hún mátt þola hótanir, meðal annars um dreifingu á kynferðislegum myndum og myndböndum af henni, „umsátursástand“ og margs konar ásakanir. Hún nefndi fyrrum kærastann sem um ræðir ekki á nafn en nú hefur komið í ljós að Frosti er maðurinn. Viðtalið birtist einnig í Stundinni.

„Í dag birtist viðtal við fyrrverandi kærustu mína sem ég átti í sambandi við á árunum 2009-2012 og var til umfjöllunar í Stundinni,“ segir Frosti í yfirlýsingu sinni.

„Ég vil taka það skýrt fram að ég tek fulla ábyrgð á minni hegðun og rengi ekki upplifun hennar.“

Hann segir að samband þeirra hafi ekki verið heilbrigt og að framkoma þeirra við hvort annað hafi verið langt í frá til fyrirmyndar. „Ég var á vondum stað á þessum tíma. Ég tók sambandsslit okkar mjög nærri mér og í kjölfar þeirra kom hryllilegt tímabil þar sem ég var haldinn þráhyggju og sagði og gerði hluti sem ég sé mikið eftir.“

Frosti segist hafa komist í bataferli með hjálp sálfræðings, þerapista og tólf spora samtaka. Hluti af því ferli hafi verið að eyða öllum fyrri samskiptum milli hans og Eddu. „Ég hef því ekki gert mér grein fyrir nákvæmlega hvað ég hafði sagt og skrifað á þessu tímabili fyrr en ég sá viðtalið við hana í morgun.“

„Ég veit að ekkert getur bætt fyrir hegðun mína, það minnsta sem ég get gert er að gangast við því sem ég gerði og biðjast innilega afsökunar,“ segir Frosti að lokum.

- Auglýsing -

Edda segir Frosta meðal annars hafa tekið upp kynferðisleg myndbönd af henni og geymt þau. Hann hafi síðan eftir sambandsslitin hótað að setja myndböndin í dreifingu. Hún lýsir „umsátursástandi“ eftir sambandsslitin með ógrynnum tölvupósta og smáskilaboða. Í þeim hafi hann meðal annars sakað hana um framhjáhöld og hótað henni.

Edda segist hafa lifað í stöðugum ótta við Frosta í um áratug.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -