- Auglýsing -
Ríkislögreglustjóri undirbýr að senda íslenska lögreglumenn til að gæta landamæra Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið. Lögreglumennirnir bætast þá í stöðulið Landamæra- og strandgæslustofnunar Evrópu, FRONTEX, þar sem Landhelgisgæslan hefur gegnt hlutverki á Miðjarðarhafinu til þessa.
Íslensku lögreglumennirnir verða þá í hópi 3.000 landamæravarða til að auka aðstoðina á landamærum Úkraínu. Í nýrri stöðuskýrslu landamærasviðs Ríkislögreglustjóra um stríðið í landinu kemur fram að verið sé að undirbúa að Íslendingar hjálpi þar á landamærunum.
Hér á landi hefur samhæfingarstjórn almannavarna verið virkjuð vegna tíðrar komu úkraínskra flóttamanna. Frá ársbyrjun hafa 513 einstaklingur sótt hér um alþjóðlega vernd og þar af er nærri helmingur fólk með tengsl við Úkraínu.