- Auglýsing -
Fjarskiptafyrirtækið Nova hefur samið við mann sem birtist nakinn í sjónvarpsauglýsingu fyrirtækisins, gegn vilja hans. Vísir segir að sættir hafi tekist milli málsaðila en maðurinn vildi sjö milljónir í bætur frá Nova.
Maðurinn fullyrti að hann hafi verið fullvissaður um það að hann myndi ekki sjást strípaður á skjánum þrátt fyrir að allir þátttakendur hafi verið naktir í tökunum.
Nakti maðurinn hefur lýst málsatvikum þannig að hann hafi fengið bakþanka eftir að tökum lauk og sett sig því í samband við fyrirtækið til að fullvissa sig um að hann myndi ekki birtast nakinn. Skrifleg staðfesting þess efnis hafi borist. Þau loforð hafi verið brotin og lögmaður hins nakta segir málið hafa tekið verulega á skjólstæðing sinn.
Nakti maðurinn stefndi á endanum fyrirtækinu sem kom að gerð auglýsingarinnar en Nova tók á endanum á sig ábyrgðina og samdi við manninn.