Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Frosti kominn í ótímabundið leyfi frá störfum: „Ég veit að ekkert getur bætt fyrir hegðun mína“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Frosti Logason, fjölmiðlamaður á Stöð 2, er kominn í leyfi frá störfum sínum hjá Sýn eftir að fyrrverandi kærasta hans kom fram í viðtali og sakaði hann um andlegt ofbeldi, fyrir og eftir sambandsslit. Þessu er greint frá á mbl.is.

Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Miðla, staðfestir þetta í samtali við mbl.is og segir jafnframt að Frosti hafi sjálfur óskað eftir því að fara í leyfi. Hann segir þó að málið hafi þegar verið til umræðu þegar Frosti bar fram beiðni sína.

Leyfi Frosta mun vera ótímabundið og að sögn Þórhalls ekki hægt að segja til um það á þessum tímapunkti hvort það komi til með að leiða til uppsagnar hans.

Edda Pétursdóttir kom fram í viðtali í hlaðvarpinu Eigin Konur, þar sem hún lýsti andlegu ofbeldi í sinn garð frá fyrrverandi kærasta sem hún var með í nokkur ár. Viðtalið birtist einnig í Stundinni. Í gær kom í ljós að fyrrum kærastinn er Frosti Logason. Edda lýsti því meðal annars hvernig hann hafi tekið upp kynferðisleg myndbönd af henni án hennar vitundar og hótað því svo að birta þau, eftir að sambandinu lauk. Hún hafi setið undir hótunum og áreiti frá honum í um ár eftir sambandsslitin og lifað í ótta í um áratug.

Frosti sendi frá sér yfirlýsingu á Facebook í gær þar sem hann sagðist gangast við ásökunum Eddu. Hann sagðist jafnframt taka fulla ábyrgð á hegðun sinni. „Ég veit að ekkert getur bætt fyrir hegðun mína, það minnsta sem ég get gert er að gangast við því sem ég gerði og biðjast innilega afsökunar,“ sagði Frosti í yfirlýsingunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -