Fréttamaður Íslands, Bogi Ágústsson, er með Covid-19.
Í gær birti hann færslu á Facebook-síðu sinni með mynd af sjálfum sér flytja fréttir, eins og vanalega, en við myndina skrifaði hann: „Þessi flytur ekki fréttir í kvöld eins og til stóð, sannfæring hans um að hann væri ónæmur reyndist bull og vitleysa.“
Svo bregðast krosstré sem önnur tré.
Í dag birti hann síðan aðra færslu úr veikindunum. „Það eru ekki tóm leiðindi að vera heima veikur, RÚV er að senda út beint frá HM í frjálsum íþróttum innanhúss. Tveir íþróttafréttamenn NRK hafa ekki roð við Bjössa í lýsingum :).“
Með færslu sinni birti hann eftirfarandi mynd af íþróttaáhorfinu:
Mannlíf óskar Boga góðs bata!